Leikfélagið Draumar
Draumar voru stofnaðir 2009 af þeim Ragnheiði Dísu Gunnarsdóttur og Torfa Geir Símonarsyni. Sumarið 2023 verður fimmtánda sumar Drauma.
Draumar sérhæfa sig í Söngleikjanámskeiðum sem samanstanda af dans, söng og leiklist.
Frá stofnun Drauma hafa yfir 3000 börn sótt námskeiðin okkar. Lokasýningar námskeiðanna hafa það orð á sér að vera stórglæsilegar en ekkert er sparað til hvað varðar útlit sýninganna, búninga, förðun, ljós og hljóð.
Starfsfólk Drauma vinnur eftir þremur megingildum.
Í fyrsta lagi gleði, en að okkar mati skiptir miklu máli að bæði starfsfólki og nemendum líði vel og hafi ánægju af starfinu. Í öðru lagi mikilvægi, en við leggjum áherslu á að hvert barni upplifi sig sem mikilvægt og finni að það hafi rödd sem hlustað er á. Í þriðja lagi persónulegur styrkur.
Öll börn búa yfir styrkleikum á einhverju sviði og það er hlutverk okkar, foreldra, leiðbeinenda og kennara, að draga þá styrkleika fram og efla þá.
Við hjá Draumum reynum að byggja upp trú barnanna á eigin getu og kalla fram hæfileika sem þau jafnvel vita ekki fyrir að séu til staðar.
Þetta síðasta gildi er einnig grundvöllur þess að halda úti starfi af þessum toga, en það er mikilvægt að val á námskeiðum og tómstundum sé fjölbreytt svo öll börn fái tækifæri til þess að finna sig í því sem þeim líkar svo þau fái að blómstra.
Rannsóknir á leiklistar- og söngleikjastarfi benda til margvíslegra áhrifa sem slíkt starf getur haft á börn. Til dæmis má nefna meira sjálfstraust, öruggari framkomu, bætta samskipta- og félagsfærni, meiri samkennd með og umhyggju fyrir náunganum, færni í tilfinningastjórnun og meiri trú á því að þau geti haft áhrif á umhverfi sitt. Auk þess hafa fundist tengsl milli þátttöku í sviðslistum og minni neyslu áfengis á unglingsárum, ásamt minni líkum á að upplifa einkenni kvíða og þunglyndis.
Í þessu samhengi er vert að benda á rannsókn DICE frá árunum 2008-2011 sem styrkt var af Evrópusambandinu en sú rannsókn athugar áhrif margs konar leiklistarstarfs á börn og ungmenni í ellefu löndum innan og utan sambandsins. Okkar starf byggir á rannsóknum sem þessum og við reynum að vinna markvisst með alla þá þætti og þann þroska sem rannsóknir hafa sýnt að eflist í svona starfi.
Draumar eru staðsettir í Garðabæ, heimabæ eigendanna og sveitarfélagið Garðabær styður við starfsemina á margvíslegan hátt. Auk þess styður Fjölbrautarskólinn í Garðabæ ötullega við starfið með húsnæði og aðstöðu.
Okkur er afar hugleikið að öll börn hafi möguleika á að sækja námskeiðin okkar og reynum því að bjóða gott verð og sveigjanlega greiðslumöguleika.