Á sumarönn 2024 býður Leikfélagið Draumar upp á Söngleikjanámskeið fyrir 9 árganga!

 Á Söngleikjanámskeiðunum er farið í allt sem tengist því að setja upp söngleik. Við skoðum leiklistina, dansinn og sönginn af fullum krafti en kíkjum líka aðeins á búninga, förðun og allt hitt sem gerist baksviðs.

Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið og gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær. Við getum ekki fjölgað nemendum á hverju námskeiði eða stækkað hópa.

Skráning er ekki staðfest fyrr en tölvupóstur frá okkur með staðfestingu á skráningu hefur borist þeim sem framkvæmir skráninguna.

Það er oft mikil ös í skráningum fyrstu dagana en pláss er ekki fullbókað fyrr en greiðsluþrep hefur verið klárað og staðfestingarpóstur borist. Við höfum gert breytingar á sölukerfinu til að koma í veg fyrir að álag valdi mistökum í kerfinu. Pláss er frátekið um leið og það er sett í körfu og helst frátekið í 15 mínútur meðan gengið er frá skráningunni. Ef greiðsluþrep er ekki klárað fer pláss aftur í almenna sölu.

Námskeiðunum lýkur með lokasýningu nemenda en sýningarnar fara fram á námskeiðstíma á næst-síðasta eða síðasta degi námskeiðsins og verða tímasetningar sendar út þegar nær dregur lokum námskeiðs. Lokasýningarnar okkar eru þekktar fyrir að vera veglegar og ekkert er til sparað hvað varðar hljóðkerfi og ljósabúnað til að gera útkomuna sem allra veglegasta. Hvert barn fær tvo boðsmiða á lokasýningarnar en aukamiðar á lokasýningar kosta 1500.- kr og eru seldir við hurð.

Fyrstu námskeið hefjast 10.júní og kennsla fer fram í Sjálandsskóla í Garðabæ. Eftir frábært sumar í fyrra viljum við hvergi annars staðar vera og hlökkum til að gera enn stærri og flottari sýningar í Sjálandinu.

Námskeiðin eru alla jafna tvær vikur, kennt hálfan dag, ýmist frá 08:30-12:00 eða 12:30-16:00. Námskeiðin fyrir árganga 2018-2019 eru ein vika, kennd hálfan daginn.

 Skráninguna má finna hér.

Ef námskeið er fullbókað er auðvelt að skrá sig á biðlista hér.

Frekari upplýsingar um tímasetningar og hópa:

(Staða námskeiða (uppselt/fá pláss) er uppfærð handvirkt og getur því oft verið töf á að upplýsingar hér séu uppfærðar. Upplýsingar í skráningarkerfinu eru réttar.)

 Leikskólahópur – Börn fædd 2018-2019 – Ein vika
2018-2019D – 24.-28. júní – Kennt eftir hádegi
2018-2019G – 15.-19. júlí – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ

1. Bekkur – Börn fædd 2017 – Tvær vikur
2017A – 10.-21. júní – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ
2017B – 10.-21. júní – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ
2017E – 1.-12. júlí – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ

Yngsti Hópur – Börn fædd 2015-2016 – Tvær vikur
2015-2016A – 10. – 21. júní – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ
2015-2016B – 10. – 21. júní – Kennt eftir hádegi
– FULLBÓKAÐ
2015-2016E – 1. – 12. júlí – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ
2015-2016J – 22. júlí – 2. ágúst – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ

Mið Hópur – Börn fædd 2013-2014 – Tvær vikur
2013-2014C – 24. júní – 5. júlí – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ
2013-2014F – 8. – 19. júlí – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ
2013-2014H – 22. júlí – 2. ágúst – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ

Elsti Hópur – Börn fædd 2011-2012 – Tvær vikur
2011-2012C – 24. júní – 5. júlí – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ
2011-2012F – 8. – 19. júlí – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ

 Námskeiðin kosta 33.990.- kr nema hjá leikskólahópum en þau námskeið kosta 27.990.- kr.

 Veittur er 10% systkinaafsláttur af námskeiðsgjaldi á sumrin en til að virkja afsláttinn þarf að hafa samband við okkur og fá afsláttarkóða sem notaður er við skráningu. Best er að senda okkur línu undir „Hafa Samband“ hér efst á síðunni. Við mælum með að skrá fyrst á námskeið og óska svo eftir leiðréttingu á systkinaafslætti til að forðast að missa af plássi.

 Við sendum ekki út greiðsluseðla og tökum ekki við greiðslu með millifærslu eða reiðufé.

 Vinsamlegast skoðið vel skilmála okkar í skráningarferlinu áður en greiðsla fer fram.

 Vinsamlegast skráið börnin ekki á námskeið ef þau verða fjarverandi á lokadegi og missa af lokasýningu námskeiðsins þar sem það er ósanngjarnt bæði gagnvart barninu sjálfu sem og gagnvart öðrum börnum á sama námskeiði og getur haft mikil áhrif á skipulag.