Á haustönn 2019 býður Leikfélagið Draumar upp á Söngleikjanámskeið fyrir 7 árganga.

Á Söngleikjanámskeiðunum er farið í allt sem tengist því að setja upp söngleik. Við skoðum leiklistina, dansinn og sönginn af fullum krafti en kíkjum líka aðeins á búninga, förðun og allt hitt sem gerist baksviðs.

Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið og gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær. Á námskeiðunum er skipt í hópa innbyrðis svo gott er að fá í athugasemd með skráningu ef t.d. vinir eða vinkonur vilja vera saman í hóp. Hjá 2007-2009 og 2010-2011 árgöngum eru 7 í hóp, hjá 2012-2013 árgöngum eru 6 í hóp.

Skráning er ekki staðfest fyrr en tölvupóstur frá okkur með staðfestingu á skráningu hefur borist þeim sem framkvæmir skráninguna.

Námskeiðunum lýkur með lokasýningu nemenda en dagsetningar og tímasetningar sýninganna verða kynntar þegar nær dregur. Lokasýningarnar okkar eru þekktar fyrir að vera veglegar og ekkert er til sparað hvað varðar hljóðkerfi og ljósabúnað til að gera útkomuna sem allra veglegasta. Miðar á lokasýningar kosta 1.000.- kr og verða seldir þegar nær dregur sýningunum. Engir boðsmiðar fylgja námskeiðsgjaldi á haustin.

Námskeiðin hefjast aðra vikuna í September (8.sept/9.sept/12.sept) og kennt er í 11 vikur.

Kennsla fer fram í Garðaskóla í Garðabæ.

Lokasýningar fara fram helgina 23.-24.nóvember.

Skráninguna má finna hér.

Frekari upplýsingar um tímasetningar og hópa:

Fædd 2012-2013 – annað hvort Mánudagar kl. 16-18 EÐA Fimmtudagar kl. 16-18(FULLBÓKAÐ)

Fædd 2010-2011 – annað hvort Mánudagar kl. 18-20 eða Fimmtudagar kl. 18-20(FULLBÓKAÐ)

Fædd 2007-2009 – annað hvort Sunnudagar kl. 14-16 EÐA kl. 16-18(FULLBÓKAÐ)

Verð á námskeiðum er 47.990.- kr. Mögulegt er að dreifa upphæðinni ef greitt er með Netgíró.

Draumapeysur og Draumabolir fást með 15% afslætti ef fatnaður er keyptur um leið og skráning fer fram! Afslátturinn kemur fram þegar allt er komið í körfuna við skráningu. Peysur og bolir sem keypt eru með skráningu verða afhent í fyrsta tímanum.

 

Veittur er 5% systkinaafsláttur af námskeiðsgjaldi á haustönn en til að virkja afsláttinn þarf að hafa samband við okkur og fá afsláttarkóða sem notaður er við skráningu. Best er að senda okkur línu undir „Hafa Samband“ hér efst á síðunni.

Hægt er að skipta gjaldinu í nokkrar greiðslur ef greitt er með Netgíró. Kostnaður er samkvæmt gjaldskrá Netgíró. Einnig er hægt að greiða í einu lagi með greiðslukorti.

Við sendum ekki út greiðsluseðla og tökum ekki við greiðslu með millifærslu eða reiðufé.

Ath að hægt er að nota hvatapeninga Garðabæjar til að niðurgreiða námskeiðsgjaldið. Hvatapeningar á árinu 2019 eru 50.000.- kr.

Til þess að nota hvatapeninga þarf að ganga frá skráningu og greiðslu, fá svo kvittun hjá okkur sem farið er með í þjónustuver Garðabæjar þar sem endurgreiðsla fæst. Sjá nánar hér.

Einnig er hægt að nota Frístundakort ÍTR til að niðurgreiða námskeið, en þá þarf að hafa samband við okkur áður en skráning fer fram.

Vinsamlegast skoðið vel skilmála okkar í skráningarferlinu áður en greiðsla fer fram.