Skráning á námskeið hjá Leikfélaginu Draumum er bindandi. Þátttaka í lokasýningu er forsenda þátttöku í námskeiði.

Ekki skrá barn á námskeið ef það getur ekki tekið þátt í lokasýningunni af einhverjum ástæðum.

Námskeiðsgjald staðgreiðist við skráningu. Námskeiðsgjöld eru undanþegin virðisaukaskatti sbr. 2. gr. laga nr. 50/1988. Sé námskeiðsgjald ekki greitt um leið og skráning fer fram er skráning ekki gild.

Ekki kemur til endurgreiðslu nema afbókun komi skriflega í tölvupósti á draumar@draumar.com að lágmarki tveimur vikum áður en námskeið hefst. Ef endurgreiðsla er veitt er endurgreitt inn á það kort sem skráning var greidd með. Ef um er að ræða Netgíró greiðslu er greitt inn á bankareikning greiðanda.

Mögulegt er að greiða í einni greiðslu með kredit- eða debitkorti í gegnum greiðslusíðu Borgunar eða með Netgíró. Sé greitt með Netgíró gilda skilmálar Netgíró sérstaklega t.a.m. er kemur að greiðslufresti kröfu og þ.h. Verðskrá Netgíró má finna hér og skilmála Netgíró má finna hér.

Auk þess er hægt að skipta greiðslu í 2-6 mánuði með Netgíró og fer kostnaður þá eftir verðskrá þeirra hverju sinni. Lánareikni fyrir raðgreiðslur Netgíró má finna hér.

Mikil vinna er lögð í handritsgerð fyrir námskeiðin og hvert handrit sérskrifað fyrir þann fjölda sem tekur þátt í námskeiðinu. Það er því mikil vinna sem fer í að breyta og aðlaga handrit þegar nemendur hætta við þátttöku á síðustu stundu. Þátttaka í lokasýningum er því forsenda þátttöku í námskeiðunum.

Skilmálar þessir teljast samþykktir við skráningu og greiðslu námskeiðsgjalds.

Skilmálum síðast breytt 13.febrúar 2024