Sumar 2025
Á Söngleikjanámskeiðunum er farið í allt sem tengist því að setja upp söngleik.
Við skoðum leiklistina, dansinn og sönginn af fullum krafti en kíkjum líka aðeins á búninga, förðun og allt hitt sem gerist baksviðs.
Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið og gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær. Við getum ekki fjölgað nemendum á hverju námskeiði eða stækkað hópa.
Skráning er ekki staðfest fyrr en tölvupóstur frá okkur með staðfestingu á skráningu hefur borist þeim sem framkvæmir skráninguna.
Það er oft mikil ös í skráningum fyrstu dagana en pláss er ekki fullbókað fyrr en greiðsluþrep hefur verið klárað og staðfestingarpóstur borist. Pláss er frátekið um leið og það er sett í körfu og helst frátekið í 15 mínútur meðan gengið er frá skráningunni. Ef greiðsluþrep er ekki klárað fer pláss aftur í almenna sölu.
Námskeiðunum lýkur með lokasýningu nemenda en sýningarnar fara fram á námskeiðstíma á næst-síðasta eða síðasta degi námskeiðsins og verða tímasetningar sendar út þegar nær dregur lokum námskeiðs. Lokasýningarnar okkar eru þekktar fyrir að vera veglegar og ekkert er til sparað hvað varðar hljóðkerfi og ljósabúnað til að gera útkomuna sem allra veglegasta.
Hvert barn fær tvo boðsmiða á lokasýningarnar en aukamiðar á lokasýningar kosta 1500.- kr og eru seldir við hurð.
Fyrstu námskeið hefjast 9. júní og kennsla fer fram í Sjálandsskóla í Garðabæ.
Námskeiðin eru alla jafna tvær vikur, kennt hálfan dag, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Námskeiðin fyrir árganga 2019-2020 eru ein vika, kennd hálfan daginn.
Í öllum hópum er nemendum skipt í innbyrðis hópa og innbyrðis hópur er valinn (eftir litum) strax við skráningu. Skráið vini eða vinkonur því í sama lit strax, afar erfitt getur verið að gera breytingar eftirá.
Mismunandi er hversu margir innbyrðis hópar eru í boði eftir heildarfjölda á hverju námskeiði.
Ekki eru gerðar breytingar á fjölda í hverjum hóp.
Hópar og tímasetningar í sumar
Leikskólahópur – Börn fædd 2019-2020 2019-2020D – 23.-27.júní – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ2019-2020G – 14.-18.júlí – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ
1. Bekkur – Börn fædd 20182018C – 23.júní – 4.júlí – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ2018F – 7.- 18.júlí – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ2018H – 21.júlí – 1.ágúst – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ
Yngsti Hópur – Börn fædd 2016-20172016-2017A – 9.- 20.júní – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ2016-2017C – 23.júní – 4.júlí – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ2016-2017F – 7.- 18.júlí – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ2016-2017H – 21.júlí – 1.ágúst – Kennt fyrir hádegi – FULLBÓKAÐ
Mið Hópur – Börn fædd 2014-20152014-2015B – 9. – 20.júní – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ2014-2015E – 30.júní – 11.júlí – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ2014-2015J – 21.júlí – 1.ágúst – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ
Elsti Hópur – Börn fædd 2012-20132012-2013E – 30.júní – 11.júlí – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ2012-2013J – 21.júlí – 1.ágúst – Kennt eftir hádegi – FULLBÓKAÐ
Smáa letrið
Námskeiðin kosta 37.990.- kr nema hjá leikskólahópum en þau námskeið kosta 29.990.- kr.
Námskeið sem byrja 9. júní: við munum kenna 9. júní (annan í hvítasunnu) en tökum frí 17. júní.
Veittur er 10% systkinaafsláttur af námskeiðsgjaldi á sumrin en til að virkja afsláttinn þarf að hafa samband við okkur og fá afsláttarkóða sem notaður er við skráningu. Best er að senda okkur línu undir „Hafa Samband“ hér efst á síðunni. Við mælum með að skrá fyrst á námskeið og óska svo eftir leiðréttingu á systkinaafslætti til að forðast að missa af plássi.
Vinsamlegast skoðið vel skilmála okkar í skráningarferlinu áður en greiðsla fer fram.
Vinsamlegast skráið börnin ekki á námskeið ef þau verða fjarverandi á lokadegi og missa af lokasýningu námskeiðsins þar sem það er ósanngjarnt bæði gagnvart barninu sjálfu sem og gagnvart öðrum börnum á sama námskeiði og getur haft mikil áhrif á skipulag.