Meðhöndlun persónuupplýsinga
Ítrasta öryggis er gætt í allri meðferð persónuupplýsinga.
Leikfélagið Draumar leitast við að fylgja grundvallarsjónarmiðum og reglum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði Persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins, GDPR.
Söfnun persónuupplýsinga
Í skráningarkerfi Drauma safnast saman upplýsingar um viðskiptavini Drauma þegar þeir:
- Skrá barn á námskeið hjá félaginu
- Skrá sig á rafrænan póstlista hjá félaginu
- Heimsækja og vafra um vefsíðu félagsins
- Kaupa fatnað á vef félagsins
Vefur Leikfélagsins Drauma notar svokallaðar vafrakökur „cookies“ og sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um hvernig notendur vefsins haga heimsóknum sínum á vefinn. Upplýsingum þessum er safnað í gegnum Analytics hugbúnað Google. Upplýsingar um slíka notkun eru ópersónugreinanlegar. Persónuupplýsingar sem safnað er í gegnum vef hjá Leikfélaginu Draumum eru nýttar til þess að geta veitt viðskiptavinum þjónustu skv. skráningu hverju sinni eða í markaðslegum tilgangi t.a.m. póstlisti.
Persónulegar upplýsingar sem eru geymdar hjá Leikfélaginu Draumum
Við skráningu á námskeið og við kaup á fatnaði á vef félagsins er eftirfarandi upplýsingum safnað í gagnagrunn á vefnum:
- Nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang.
- Aðrar upplýsingar sem viðskiptavinur setur inn t.a.m. stærð á fatnaði sem keyptur er eða athugasemdir vegna skráningar.
- IP Vistfang tölvu sem notuð er við skráningu eða kaup á fatnaði.
Persónulegar upplýsingar um viðskiptavini eru notaðar í neðangreindum tilvikum:
- Til að veita eða afhenda þá þjónustu og/eða vöru sem viðskiptavinur hefur keypt af Leikfélaginu Draumum og veita viðskiptavini upplýsingar um stöðu á afhendingu vöru og framkvæmd þjónustu.
- Til að upplýsa viðskiptavin um vörur eða þjónustu Leikfélagins Drauma.
- Til að upplýsa viðskiptavin um breytingar á þjónustu, framgang hennar svosem samskipti vegna barns á námskeiði og þ.h.
- Grunnupplýsingar og samskipti á námskeiðstíma fara í gegnum Sportabler kerfi Abler ehf. Persónuverndarstefnu Abler ehf má finna hér.
Gögn um viðskiptavini Leikfélagsins Drauma eru geymd þar til félagið telur ekki lengur ástæðu til. Miðað er við að geyma skráningu viðskiptavinar á námskeið þar til að námskeiði er lokið, en skráningum er í framhaldinu eytt úr gagnagrunni. Öll tölvupóstföng sem skráð eru við kaup á þjónustu eru sjálfkrafa skráð á póstlista Leikfélagsins Drauma. Tölvupóstföng á póstlista félagsins eru geymd þar til viðskiptavinur óskar sérstaklega eftir því að vera afskráður af póstlistanum.
Þú átt rétt á að fá aðgang að og fá að vita hvaða upplýsingum Leikfélagið Draumar hefur safnað um þig og getur beðið um afrit af þeim gögnum. Fyrirspurnir um slíkt ber að senda í gegnum ,,Hafa Samband“ flipann á vef félagsins.
Þú átt rétt á að fara fram á að Leikfélagið Draumar leiðrétti upplýsingar um þig teljir þú að þær séu ekki réttar og einnig að fá upplýsingum um þig eytt. Þér er heimilt að andmæla vinnslu persónuupplýsinga og í vissum tilvikum krefjast takmörkunar á vinnslu þinna persónuupplýsinga.
Þú átt rétt á að fá eintak af persónuupplýsingum þínum, á tölvulesanlegu formi til afhendingar til þriðja aðila. Þessi réttur nær þó ekki endilega til allra gagna um þig.
Hafðu samband við okkur til að nýta þér þín réttindi. Þú þarft að framvísa skilríkjum til að tryggja að réttur aðili óski eftir upplýsingum.
Trúnaður og vernd upplýsinga
Starfsmenn Leikfélagsins Drauma undirrita trúnaðaryfirlýsingu vegna starfa sinna hjá félaginu og eru bundnir trúnaði um vitneskju og störf sín hjá félaginu. Trúnaðarskylda hvílir á starfsmönnum, þrátt fyrir að látið sé af starfi hjá félaginu. Brot á trúnaði varða brottrekstri og mögulega afskiptum lögreglu. Leikfélagið Draumar er ábyrgt fyrir meðferð þinna persónuupplýsinga og einsetur sér að framfylgja reglum um vernd og öryggi upplýsinganna.
Hafir þú spurningar um meðferð persónuupplýsinga hjá okkur getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á draumar@draumar.com.